Sjálfumglöðu álitsgjafarnir og fréttarýni þeirra á NSA lekanum

Þessi grein er þýdd, hún birtist upprunalega á vefritinu Gawker – ég þýði greinar til að æfa mig og er hún því birt án leyfis og með fyrirvara um allskonar.

Höfundur er Hamilton Nolan

Stórfréttir síðustu daga hafa snúist um leka Edward Snowden á gögnum, og rýnina á þeim, sem varða leynilegt njósnanet Bandaríkjana og umfang þess. Þetta eru forsíðufréttir um gjörvallan heim. Þær hafa vakið upp þjóðarumræðu (þýð: ég minni á að þetta er Bandarísk grein, hér og síðar á því höfundur við þá þjóð) milli tveggja sjónarmiða: friðhelgi einkalífsins og öryggis. Einhverjir af okkar gagnlausustu fréttarýnendum (en: pundit) gætu ekki leiðst meira.

Fyrir atvinnuálitsgjafa er hvötin til að vera skrefi á undan hefðbundnum skoðunum næstum ómótstæðileg. Við skiljum hvötina vel. Engum langar til að festast í miðjumoðskenndu leiðaradrasli varðandi þetta mál, frekar en flestum öðrum málum. Sterk afstaða, sem staðsett er fyrir utan þess venjulega er góð leið fyrir atvinnupenna til að fanga athygli. Stundum bendir þetta til vitsmunalegs sjálfstæðis og hugrekkis. Stundum bendir það til þess gagnstæða.

Segjum það hreint út: Edward Snowden (í mynd), sem ákvað að leggja lífsviðurværið að veði til þess að ljóstra upp um njósnaáætlun NSA(þýð: Þjóðaröryggisstofnun), gerði eitthvað sem krafðist hugrekkis.Þú þarft ekki að líta á hann sem hetju eða sem þjóðsagnakenndu mikilmenni. En ef maður er fréttamaður – einhver sem vinnur stöðugt að því markmiði að upplýsa lesendur um störf ríkissins, sem trúir því að því meira sem almenningur veit því betra – þá verður maður að viðurkenna að það sem Edward Snowden gerði var virðingavert. Ef maður er nógu séður og skynsamur til að skilja að umfangsmikil njósnaáætlun sem beind er að landsmönnum sínum sé fréttnæm, þá verður maður líka að skilja að manneskjan, sem tók stórkostlega persónulega áhættu til þess að afhjúpaða þessa áætlun, hafi gert eitthvað mikilvægt og sýnt hugrekki. Án gjörða Snowden væri vitneskja þjóðarinnar um hvað sé gert við þjóðina, í þeirra eigin nafni, mun fátækilegri.

Oft heyrast ásakanir um neikvæðni og bölsýni, þegar til sterkra viðhorfa sem falla utan hið venjubundna koma. En það er augljóst, jafnvel fyrir okkur bölsýnismönnum, að málið er stórmerkilegt, mikilvægt og fréttnæmt. Uppljóstrarinn á heiður skilinn.

Bölsýnirnar eru í þetta sinn að finna í kreðsu mestu fylgismanna hinna ráðandi afla. Þetta eru fréttamennirnir og kverúlantar sem finna sig knúna til að sýna fram á fágun sína með því að telja þetta varla fréttnæmt (þrátt fyrir það að þetta sé í fyrsta sinn sem skjalfest sönnunargögn spretta upp kollinum). Svo samdauna eru þeir sívaxandi valdi ríkissins að þeim er fyrirmunað að finna eitthvað athugavert við það. Frekar hugga þeir grey NSA og ausa fúkyrðum yfir uppljóstrarann. Þetta eru menn eins og Jeffrey Toobin sem, á blaðinu The New Yorker, kallar Snowden „mikillátann sjálfsdýrkanda sem á heima í fangelsi“, og bætir svo við:

Þjóðfélagsþegnar sem fylgjast að einhverju leiti með fréttum, svo ekki sé talað um starfsmenn NSA eða verktaka á vegum þess, vita að það er verkefni stofnunarinnar að stunda njósnir á stafrænum samskiptum. Kannski hélt [Snowden] að stofnunin fylgdist aðeins með því sem gerðist utan landamæra Bandaríkjanna; ef svo er hefur hann ekki fylgst nógu vel með. Að því sögðu ákvað Snowden að hann „vilji ekki búa í því samfélagi“ sem njósnar um persónuleg samskipti. Ég efast um þessa síðari tíma frelsun hans.

Hvað með David Brooks, frá The New York Times, sem áleit að Snowden hafi  „svikið“ heiðurinn (þýð: sem slíkan) og stjórnarskrá Bandaríkjanna, og dembdi sér svo í vafasama sálgreiningu:

Þrátt fyrir að hann sé íhugull, siðferðislega sinnaður og trúr sannfæringu sinni, þá virðist hann vera afsprengi einna mestu ógæfuþróunar okkar tíma: klofnun samfélagsins í öreindir, trosnun félagslegra tengsla, vaxandi hóps manna á þrítugsaldri sem búa í millibilsástandi barndóms og fjölskylduskuldbindinga fullorðinna …

Það er rökrétt afleiðing af því, miðað við bakgrunn og heimsmynd hans, að Snowden hafi tekið þá ákvörðun að ljóstra upp um stafræna gagnaöflun Þjóðaröryggisstofnunnar.

Jújú, fyrir utan þá staðreyd að þetta sé án fordæma, þá er þetta rökrétt (helvítis ungdómurinn nú til dags!) Annað dæmi: Davið Simon, höfundur The Wire, sem ber málið saman við – vá hvað ég er hissa! – lög og reglu í Baltimore (þýð: Sem er umfjöllunarefni The Wire, gott stöff sko), og gerir lítið úr uppljóstruninni með að tala um „hneykslunargirni“ varðandi „sömu gömlu söguna“. Andrew Sullivan, Líklegasti Umræðuþáttagestur Bandarískra Bloggara, leggur einnig orð í belg eins og honum einum er lagið: „Ég, eins og Simon, fyllist áðdáun þegar ég kynni mér hve markvisst og áhrifaríkt ríkið er í rannsökunum þess á rafrænum slóðum og mynstrum“.

Umfangsmesta leynilega njósnaapparat sem um getur, sem að auki er hafið yfir lög? En sneddí! (Þetta er sama kreðsa fréttaflutnings sem flytur æsifréttir um tækniframfarir á sviði stríðsvopna með útskýringum um viðkomandi gereyðingamátt, án þess að skipta sér af siðferðislegum spurningum um meðferð þeirra.)

En verðlaunin fyrir einstaka frammistöðu á sviði og-hverjum-er-ekki-drullusama álita fær Richard Cohen, forfallinn aðdáandi leynimakka ríkissins, fyrir skrif sín á Washington Post:

Já, [Njósnaáætlunin] var leynileg, en meðlimir Öldungardeildarþingsins voru vel upplýstir um gjörðir hennar, og gjörðinar voru samþykktar af þeim. Öryggisventlar voru innbyggðir í kerfið. Ef, til dæmis, alvitru tölvurnar (þýð: ég er ekki að ýkja orð hans. en: omniscient) fengu vísbendinu um mynstur símsamskipta milli Hr. X og Grunaðan Hryðjuverkamanns Y, þá þurfti ríkisstjórnin að fara fyrir dómstóla til að komast að því hvað fór fram þeirra á milli. Lög varðandi erlent njósnaeftirlit  stofnsettu dóm þar sem 11 ríkisdómarar sitja og situr hver dómari tímabundið. Þessir dómarar eru þeir sömu sem við treystum til að dæma í sakamálum. Ef við treystum þeim til þess, af hverju ekki hér líka?

Cohen níðir Edward Snowden sem „Rauðhettu-klæðskipting“ sem sagan mun gleyma. Snowden er ekki karlmennskan uppmáluð eins og Richard Cohen.

Það er rauður þráður sem öll þessi skrif hafa sameiginleg. Þetta eru allt fjölmiðlamenn, sem á blaði þjóna hagsmunum almennings, að taka ósönnunarleg orð háleynilegrar leyniþjónustu á þá leið að allt sé með felldu, frekar en að vilja að leynileg gögn leki fyrir allra augu. Þeir telja sig geta sálgreint ásetning og heimsmynd Snowden, sálgreiningu byggða á hlægilega fátækilegum vitnisburði. Þeir lýsa allir yfir fyrirlitningu á því sjónarmiði að almenningur hafi rétt til að vita hvað ríkið geri, nema að ritskoðarar ríkissins sjálfs ákveði að það sé í lagi.

Að auki lýsa þeir yfir þeirri skoðun, hvor á sinn hátt, að þetta sé ekki einu sinni eitthvað sem skiptir okkur máli. Því það var ekki eins og gáfaða fólkið vissi hvort sem er (uuu, eða allavega bjóst sterklega við því) að þetta væri staðan. Að gefa þessu máli of mikla athygli gæti grafið undan sérstöðu þeirra sem hina útvöldu túlkendur frétta. Þetta viðhorf er afskaplega hættulegt. Við erum í mikilli hættu þegar fjölmiðlar fá ekki vatn í munnin, heldur nenna varla að yppa öxlum,  yfir upplýsingum sem varpa ljós á stjarnfræðilega stórt njósnanet – njósnanet sem lítið sem ekkert var vitað um fyrir lekann. Enginn myndi vita neitt um neitt ef enginn nennti að skrifa um eitthvað.

Auglýsingar


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s