Hvurslax?

Hæ! Ég skrifa allskonar!

Stundum er vit í þessu, stundum ekki. Stundum er vit í þessu út frá ákveðnu gildismati, en ef þú kemur úr annarri átt gætir þú talið eitthvað rangt þegar um einfalt ósammæli er að ræða. Það er allt í lagi, ég lendi líka í þessu.

Það verður bara að vera þannig.

Ég hef gaman af allskonar pælingum, pólitík, teoríu og praxis. Ég kýs að skrifa undir nafnleynd til að auka svigrúmið, en landið er lítið, orðræðan rætin og oftar en ekki er farið í manninn frekar en boltann. Reyndu bara að fara í manninn núna! hahaha! Ég gæti farið sjálfur í einhverja menn og konur, því ég er hræsnari eins og við öll. En með það í huga skal ég reyna að halda þessu á málefnalegum nótum og einskorða mig við það sem „opinberar persónur“ gera og segja. Einnig kenndi mamma mín þau góðu gildi að maður sparkar upp fyrir sig, aldrei niður.
Sumir myndu líklegast segja að ekki sé mark að taka á þeim sem þora ekki að koma undir nafni. Lesandi góður! Þú ræður því fullkomlega hvort þú takir mark á mér! Ég krefst þess að þú takir þína eigin afstöðu sjálfur, frekar en að „taka mark“ á fólki vegna nafns/stöðu/kynþátts/kynhneigðar/kyni/aldri/OG SVO FRAMVEGIS. Nafnleyndin mun auðvelda þér það, nú þarftu að lesa draslið, koma svo!

Auglýsingar


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s