Sjálfumglöðu álitsgjafarnir og fréttarýni þeirra á NSA lekanum

Þessi grein er þýdd, hún birtist upprunalega á vefritinu Gawker – ég þýði greinar til að æfa mig og er hún því birt án leyfis og með fyrirvara um allskonar.

Höfundur er Hamilton Nolan

Stórfréttir síðustu daga hafa snúist um leka Edward Snowden á gögnum, og rýnina á þeim, sem varða leynilegt njósnanet Bandaríkjana og umfang þess. Þetta eru forsíðufréttir um gjörvallan heim. Þær hafa vakið upp þjóðarumræðu (þýð: ég minni á að þetta er Bandarísk grein, hér og síðar á því höfundur við þá þjóð) milli tveggja sjónarmiða: friðhelgi einkalífsins og öryggis. Einhverjir af okkar gagnlausustu fréttarýnendum (en: pundit) gætu ekki leiðst meira.

Fyrir atvinnuálitsgjafa er hvötin til að vera skrefi á undan hefðbundnum skoðunum næstum ómótstæðileg. Við skiljum hvötina vel. Engum langar til að festast í miðjumoðskenndu leiðaradrasli varðandi þetta mál, frekar en flestum öðrum málum. Sterk afstaða, sem staðsett er fyrir utan þess venjulega er góð leið fyrir atvinnupenna til að fanga athygli. Stundum bendir þetta til vitsmunalegs sjálfstæðis og hugrekkis. Stundum bendir það til þess gagnstæða.

Lesa afganginn af færslunni »

Auglýsingar